BESTA LÝSINGARVERKEFNI ÁRSINS 2022 – CHIECH SODA POLSKA

Samstarfsaðili okkar og birgi, Luxon LED, hnepptu verðlaunin um Besta lýsingarverkefni ársins 2022 með tilliti til ábata af fjárfestingunni.
Luxon Led vann útboð um endurbætur á orkunýtni fyrir CIECH Soda Polska, sem tilheyrir CIECH Group samstæðunni, árinu á undan.

Ciech Soda Polska er næststærsti framleiðandi Natrium-karbónats í Evrópu og eina sinnar tegundar í Póllandi. Fyrirtækið starfar á mörgum markaðssviðum innan efna-, gler-, matvæla- og fóðuriðnaði, auk lyfja og vatnsmeðhöndlunargeirans. CIECH Group innleiddi nýja HSE stefnu, þ .e. starfsemi félagsins á sviði umhverfisverndar, umhyggju fyrir fólki og samfélagi, auk þess að gæta ýtrustu krafna um stjórnarhætti fyrirtækisins. Hluti af aðgerðaráætlun í samræmi við þá stefnu fól í sér uppfæra alla lýsingu og fengu Verksmiðjurnar í Inowrocław og Janikowo nýja orkusparandi LED lýsingu.

Meira en 14.000 Led-lömpum var skipt út í framleiðslustöðvunum í Inowrocław og Janików og sparaði Luxon LED 10,000 MWh fyrir CIECH Soda Polska árlega þökk sé ljósabúnaði með hámarks orkunýtni ásamt 100 milljónum króna í minni rekstrarkostnaði á ári. Með fjárfestingunni dragast rafmagnskaup saman og skilar minni losun koltvísýrings sem jafngildir 8.000 tonnum af koltvísýringi á ári. Skipt var um lampa á framleiðslusvæðum, bæði inni og úti. Svo og á skrifstofum og tengirýmum.

“The upgrade of lighting was primarily intended to bring savings, thanks to LED luminaires, which are part of the CIECH Group’s wide-ranging action plan. This indirectly involves the reduction of carbon dioxide emissions into the atmosphere, and is directly related to our ESG strategy, which aims to reduce greenhouse gas emissions.”
Tomasz Molenda, CEO CIECH Soda Polska

Besta Lýsingarverkefni ársins er kosið árlega af Samtökum Ljósaframleiðanda í Póllandi, PZPO og metið útfrá ávinningi rekstraraðila af fjárfestingunni.

Árangurssaga Miðgarður

Fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ er en stærsta framkvæmd sem Garðabær hefur ráðist í.

Íslenskir Aðalverktakar (ÍAV) sáu um byggingu íþróttahússins í aðalverktöku. Sáu þeir einnig um uppsetningu rafkerfis. Verkís verkfræðistofa sá um verkfræðihönnun.

SEG LED -Lausnir bauð ljósahönnun, lampa og stýrikerfi ásamt uppsetningu og forritun fyrir lýsinguna í iþróttasalinn. Upprunaleg ljósahönnun í verkinu gerði ráð fyrir 190 lömpum í íþróttasal en þar sem við fengum frjálsar hendur með endurhönnun á lýsingu, náðum við að fækka fyrirskrifuðum fjölda lampa úr 190 í 144. I verkefnið notuðum við Ultima LED V sem hentar vel fyrir m.a íþróttahús og uppfyllti öll skilyrði.

Í íþróttahúsum fyrir boltaíþróttir þarf að gæta að boltar geti ekki sest á lampana. Þá eru ílangir lampar hentugir. Einnig að ryk og önnur óhreinindi safnist ekki ofaná lampa sem eru í 15-16mtr. hæð og erfitt að komast að. Lýsing þarf að vera jöfn yfir allan salinn og ekki valda leikmönnum né áhorfendum óþægindum.

Stýrikerfið var skipt upp í ljósasenur þannig að hægt er að stýra hverju tiltekna svæði fyrir sig þegar þess er óskað. Kerfinu er svo stýrt með snertiskjá.

▪️Ljósahönnun, lýsing og tækniliegar kröfur lampa í samræmi við óskir verkkaupa ásamt að að standast alþjóða staðla um lýsingu í í íþróttamannvirkjum

▪️Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Íslenska Aðalverktaka, framleiðanda og Verkís Verkfræðistofu.

▪️Afhending Lampa skv. verkáætlun

▪️Uppsetning lampa tók helmingi styttri tíma en gert var ráð fyrir í tímaáætlun Aðalverktaka

▪️Uppsetning og Forritun stýrikerfis framkvæmd af sérfræðingum Luxon Led í samstarfi við Raflagnateymis IAV.

▪️Prófun og Kennsla á stýrikerfi framkæmd

▪️Úttekt á lýsingu framkvæmd með ljósmælingum eftir uppsetningu sem sannreyndi að ljósmagn væri í samræmi við hönnun.


Árangurssaga Arix

Nútímavæðing ARIX fyrirtæki sem framleiðir hreinlætisbúnað

ARIX er fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hreinlætisvörum. Höfuðstöðvar þeirra eru í Kleszczów, með tvo framleiðslusali sem eru í 8 þúsund fermetra rými. Eftir nokkur ár í þessu rými vildu þeir uppfæra og nútímavæða lýsinguna í framleiðslusal og í starfsmannaaðstöðunni.

Markmið þeirra var að bæta vinnuaðstæður, auka framleiðni starfsmanna og gera vinnustaðinn umhverfisvænni.

ARIX valdi vörur frá Luxon LED því uppfærslan á lýsingu var töluvert flókin og þarfnaðist sérfræði þekkingar. Það var tekin útekt á lýsingunni, kom tillaga að nýrri lýsingu með útreikningum á orkusparnaði og við komum að lokum með tillögu að lýsingu með tæknilegri útfærslu sem er orkusparandi og sjálfvirk til að ná hámarks nýtingu.